Aufsatz(elektronisch)15. Juni 2015

Hlutverk vátryggingafélaga við úrlausn umhverfislegra vandamála

In: Icelandic Review of Politics and Administration: IRPA = Stjórnmál og stjórnsýsla, Band 11, Heft 1, S. 87-114

Verfügbarkeit an Ihrem Standort wird überprüft

Abstract

Tilgangur greinarinnar er að fjalla um hlutverk vátryggingafélaga við úrlausn umhverfislegra vandamála. Umhverfisleg vandamál eru mörg hver þess eðlis að þau eru ekki einkamál stjórnvalda eða fyrirtækja í mengandi starfsemi, heldur þurfa allir að leggja sitt af mörkum ef bæta á ástandið, stjórnvöld, stofnanir, fyrirtæki og einstaklingar. Uppbygging vátryggingakerfa er mismunandi á milli landa, en vegna stærðar vátryggingageirans og samþættingar við flest alla þætti samfélagsins geta vátryggingafélög verið öflugur liðsmaður þegar kemur að innleiðingu á stefnu stjórnvalda á sviði umhverfis- og loftslagsmála. Greinin byggir á tilviksrannsókn meðal 16 norrænna vátryggingafélaga á Álandseyjum, Færeyjum, Íslandi, Danmörku, Finnlandi, Noregi og í Svíþjóð, en félögunum var skipt upp í tvo tilvikshópa, Eyjahóp og Meginlandshóp. Munur er á aðgerðum/aðgerðaleysi í hópunum og því eru flest öll dæmin í greininni frá Meginlandshópnum. Meðal þess sem Meginlandshópurinn leggur áherslu á út frá umhverfissjónarmiðum eru 1) vörur og þjónusta, 2) tjón og forvarnir, 3) fjárfestingar, 4) eigin starfsemi, 5) eftirfylgni og 6) vátryggjendur sem þrýsitafl. Í tilviki Eyjahópsins eru áherslurnar helst á forvarnir og fáeina þætti sem snerta þeirra daglegu starfsemi. Fræðilegt og hagnýtt gildi rannsóknarinnar felst í því að varpa ljósi á hlutverk og stöðu vátryggingafélaga við úrlausn umhverfislegra vandamála.

Verlag

Institute of Public Administration and Politics - Icelandic Review of Politics and Administration

ISSN: 1670-679X

DOI

10.13177/irpa.a.2015.11.1.6

Problem melden

Wenn Sie Probleme mit dem Zugriff auf einen gefundenen Titel haben, können Sie sich über dieses Formular gern an uns wenden. Schreiben Sie uns hierüber auch gern, wenn Ihnen Fehler in der Titelanzeige aufgefallen sind.