Aufsatz(elektronisch)2021

"Ég hef alltaf minni og minni áhuga á þessu hefðbundna sambandi". Tilhugalíf fráskilinna framakvenna

In: Ritið, Band 21, Heft 2

Verfügbarkeit an Ihrem Standort wird überprüft

Abstract

Hér er rýnt í ástarreynslu kvenna á miðjum aldri sem hafa skilið við langtímamaka og eru að reyna að fóta sig í breyttum og sítengdum veruleika tilhugalífsins. Tekin voru djúpviðtöl við konur sem hafa náð góðum árangri á sínu starfssviði ásamt því að eiga börn og þau greind með aðstoð hugtaka úr smiðju Önnu Guðrúnar Jónasdóttur, Evu Illouz og Pierre Bourdieu. Ýmislegt hefur breyst í leikreglum tilhugalífsins frá því þær voru þar síðast. Þeim finnst erfiðara nú en áður að upplifa sérstöðu og öðlast fullvissu um eigin og annarra ástartilfinningar og varanleika þeirra; þrenna sem taldist eitt sinn grundvöllur ástarsambands. Þær hafa sumar enduruppgötvað sig sem kynverur og lifa ýmist meira í takt við neyslumenningu kynlífs og ástar eða eru í pásu frá ástinni sem birtist í óvirkni eða tímaböndum (e. situationship) og hafa samsamað sig frádrægum tengslum (e. negative relations). Það á ekki síst við um þær sem hafa dvalið lengst í tilhugalífinu. Konurnar hafa tileinkað sér ýmis gildi markaðarins til að finna með skjótum hætti þann ástarverðuga. Þær hafa sjálfar fundið á eigin skinni hversu auðvelt er að aftengjast mögulegu ástarviðfangi í skjóli tæknivæddrar fjarlægðar. Konurnar eru sjálfum sér nógar félagslega og efnahagslega og velja að búa án maka. Þær eru ekki að leita aftur að sambúð þótt þær séu að leita að ást. Vegna óvissunnar sem ríkir í rómantískum tengslum hafa þessar konur lagt enn meiri áherslu á vinatengsl og kvennasamstöðu sem jafnframt nýtist til að verja sig ástararðráni.

Sprachen

Isländisch

Verlag

The National and University Library of Iceland

ISSN: 2298-8513

DOI

10.33112/ritid.21.2.3

Problem melden

Wenn Sie Probleme mit dem Zugriff auf einen gefundenen Titel haben, können Sie sich über dieses Formular gern an uns wenden. Schreiben Sie uns hierüber auch gern, wenn Ihnen Fehler in der Titelanzeige aufgefallen sind.