Aufsatz(elektronisch)2021

Leikjatölvur og orðaforði unglinga. Rannsókn á framandorðum í samtölum tveggja grunnskóladrengja

In: Ritið, Band 21, Heft 3

Verfügbarkeit an Ihrem Standort wird überprüft

Abstract

Greinin fjallar um framandorð sem notuð eru í samtali tveggja fimmtán ára grunnskóladrengja sem eru að spila Grand Theft Auto. Til skoðunar eru orð sem ekki hafa verið talin til íslensks orðaforða og eru annaðhvort ekki í íslenskum orðabókum eða eru merkt þar sem "ekki viðurkennt mál". Upptökurnar eru samtals þrjár klukkustundir og 20 mínútur að lengd og innihalda 20.881 lesmálsorð (þar með talin ókláruð orð, hlátur og önnur hljóð). Spurningarnar sem leitast er við að svara í greininni eru eftirfarandi: 1) Hversu hátt hlutfall af orðaforða samtalsins eru framandorð?, 2) Hvernig skiptast framandorðin í flokka?, og 3) Gefur rannsóknin einhverjar vísbendingar um áhrif tölvuleikja á orðaforða ungra Íslendinga? Stuðst er við aðferðafræði samskiptamálfræðinnar við úrvinnslu efnisins.

Niðurstöðurnar sýna að samtals eru 1.988 framandeiningar í samtölunum eða um 9,5% af öllum efniviðnum. Orðasambönd sem notuð eru sem ein heild eru talin sem ein eining, til dæmis nafnliðir á borð við treasure hunt og lengri segðir eins og the turtlenecks are here boys. Einingunum er skipt í sex flokka: nafnorð og nafnliðir (49,5%), lýsingarorð (12%), sagnir (12%), atviksorð og atviksliðir (0,6%), málnotkunarlegar tökur (26,3%) og heilar segðir (6,6%). Einnig sýna niðurstöður að stór hluti orðaforðans, sér í lagi þess sem fellur í flokk nafnorða og nafnliða, eru orð sem tengjast sjálfum tölvuleiknum.

Sprachen

Isländisch

Verlag

The National and University Library of Iceland

ISSN: 2298-8513

DOI

10.33112/ritid.21.3.5

Problem melden

Wenn Sie Probleme mit dem Zugriff auf einen gefundenen Titel haben, können Sie sich über dieses Formular gern an uns wenden. Schreiben Sie uns hierüber auch gern, wenn Ihnen Fehler in der Titelanzeige aufgefallen sind.