Aufsatz(elektronisch)April 2024

Lausamennskutilskipunin 1783: Tilurð og texti

In: Ritið, Band 24, Heft 1

Verfügbarkeit an Ihrem Standort wird überprüft

Abstract

Greinin er framlag til rannsókna á vinnulöggjöf á Íslandi. Með tilskipun konungs um lausamenn frá 19. febrúar 1783 var afnumin sú heimild húsagatilskipunar frá 1746 að einstaklingar sem ættu tiltekna lágmarkseign gætu unnið fyrir sér án þess að vera vistráðnir hjá bændum. Reyndar var enn gert ráð fyrir því að hægt væri, gegn ströngum skilmálum, að fá tímabundið leyfi hjá sýslumönnum til að vera í lausamennsku, einkum við sjávarsíðuna. Í greininni er rakin umræða embættismanna um þetta málefni á áttunda áratug 18. aldar og grafist fyrir um það hvernig tilskipunin sjálf varð til í samhengi við aðra löggjöf sem laut að því að hafa hemil á íslenskri alþýðu. Í viðauka eru gefnir út lykiltextar, þar á meðal tilskipunin sjálf á dönsku og í tveimur samtíðarþýðingum á íslensku. Ljóst má vera að löglegir lausamenn voru sárafáir, bæði áður en tilskipunin tók gildi og næstu áratugina, en þeim mun fleiri voru þeir einstaklingar, einkum karlar, sem vildu vera lausir en máttu það ekki samkvæmt lögum. Yfirvöld gerðu hvað þau gátu til að hemja slík tilþrif en höfðu sjaldnast erindi sem erfiði. Helsta niðurstaða greinarinnar er að lausamennskutilskipunin 1783 hafi litlu breytt á vinnumarkaði og að áhrif hennar á atvinnuhætti landsmanna og efnahag landsins hafi verið ofmetin.

Sprachen

Isländisch

Verlag

The National and University Library of Iceland

ISSN: 2298-8513

DOI

10.33112/ritid.24.1.2

Problem melden

Wenn Sie Probleme mit dem Zugriff auf einen gefundenen Titel haben, können Sie sich über dieses Formular gern an uns wenden. Schreiben Sie uns hierüber auch gern, wenn Ihnen Fehler in der Titelanzeige aufgefallen sind.