Article(electronic)April 2024

Hákarlamenn á hafi úti: Samspil náttúruafla og hákarlaveiða í sögu og samtíma

In: Ritið, Volume 24, Issue 1

Checking availability at your location

Abstract

Um aldir hafa Íslendingar stundað veiðar á hákarli (Somniosus microcephalus) – og um aldir hefur hákarlinn sett mark sitt á vinnu Íslendinga á hafi úti. Í þessum skrifum er fjallað um veiðitengt samband íslenskra hákarlamanna við hafið og hákarlinn út frá sjónarhorni hákarlamanna er stunduðu hákarlaveiðar á 19.–21. öld. Áhersla er lögð á að greina þau tengsl og þá þekkingu sem hákarlamenn öðluðust á hafinu og hákarlinum við hákarlaveiðar. Rýnt er í breytingar á veiðitengdu sambandi hákarlamanna og hákarla með hliðsjón af tæknivæðingu íslenska báta- og skipaflotans og breyttri nýtingu á hákarlinum. Í skrifunum er einkum og sérílagi stuðst við endurminningaskrif manna sem stunduðu hákarlaveiðar á opnum bátum og skútum á 19. öld og öndverðri 20. öld, sem og sagnfræðiviðtöl sem ég tók við hákarlamenn sem stundað hafa hákarlaveiðar á vélbátum á 20. og 21. öldinni. Skrifin varpa ljósi á gerendahæfni hafsins, hákarlsins og hákarlamannsins í sögu hákarlaveiða við Ísland.

Languages

Icelandic

Publisher

The National and University Library of Iceland

ISSN: 2298-8513

DOI

10.33112/ritid.24.1.3

Report Issue

If you have problems with the access to a found title, you can use this form to contact us. You can also use this form to write to us if you have noticed any errors in the title display.