Aufsatz(elektronisch)April 2024

"Fimmtán prósent þjóðarinnar": Frá Íslandi til Kanaríeyja

In: Ritið, Band 24, Heft 1

Verfügbarkeit an Ihrem Standort wird überprüft

Abstract

Kanaríeyjar hafa sögulega séð verið áfangastaður fjöldaferðamennsku, sem hefur mótað eyjarnar verulega. Þessi grein spyr af hverju fólk frá Íslandi ferðast til Kanaríeyja og hvernig það lítur á sig í því þverþjóðlega samfélagi sem fyrirfinnst á Kanaríeyjum. Að hvaða leyti skiptir íslenskt þjóðerni máli fyrir þá sem þangað sækja og við hverja samsamar fólk frá Íslandi sig? Greinin byggir á viðtölum sem tekin voru á Íslandi og á Kanaríeyjum við fólk sem hefur búsetu á Gran Canaria og Tenerife, sem og við fólk sem ferðast til eyjanna frá Íslandi til að dveljast í styttri tíma. Sýnt er fram á að langflestir frá Íslandi hafa áhuga á að dveljast á suðurhluta eyjanna tveggja þar sem innviðir miða fyrst og fremst að því að þjónusta og mæta þörfum fólks frá Norður-Evrópu sem eru lífstílsfarendur eða ferðafólk. Bent er á að þrátt fyrir að á yfirborðinu sé fólk frá Íslandi að sækja í svipaða hluti – sól og strönd sem og oft nálægð við aðra Íslendinga – eru aðstæður þó ólíkar sem tengist m.a. efnahag, heilsu og ólíkum aðstæðum og sjálfsmynd einstaklinga. Í víðara samhengi dregur greinin athygli að ferðum Íslendinga út frá ferðaþjónustu sem hnattræns fyrirbæris sem mótar á margflókin hátt staði, sjálfsmynd, sögu og líf fólks sem
þar býr.

Sprachen

Isländisch

Verlag

The National and University Library of Iceland

ISSN: 2298-8513

DOI

10.33112/ritid.24.1.9

Problem melden

Wenn Sie Probleme mit dem Zugriff auf einen gefundenen Titel haben, können Sie sich über dieses Formular gern an uns wenden. Schreiben Sie uns hierüber auch gern, wenn Ihnen Fehler in der Titelanzeige aufgefallen sind.